ljósmyndaprentun

Ljósmyndaprentun. Við prentum ljósmyndir, strigamyndir, auglýsingaspjöld, skiltamerkingar, bílamerkingar. Sérhæfum okkur í Fine Art ljósmyndaprentun á bestu fáanleg efni á markaðinum en bjóðum líka ódýrar lausnir.

ImageImage
Image

Auglýsingaspjöld

Prentun fyrir verslanir og sölustaði og fleira

Ódýrar og góðar lausnir fyrir það sem ekki má kosta mikið en þó mjög vel unnið og prentað í fyrirtaks gæðum. Eins og tímabundin eða varanleg auglýsinga- og tilboðsplaköt í glugga verslana. Bjóðum líka upp á prentun sem þolir mikið álag, ef auglýsingar eiga að fara á sem dæmi gólf. Auglýsing er þá prentuð á límvínyl sem límdur er á gólf og hann svo filmaður með mjög sterku plasti sem er með nauðsynlega staðla er varðar hálkuvörn.  Eigum oftast ýmsar gerðir af gólfstöndum til að setja auglýsingar í. Við getum séð um uppsetningu.

 

 

Merkingar

Prentun skilta og bílamerkinga. Erum með fínan vínyl með lími á bakinu sem við notum á bíla. Hann er með mjög sterkri plasthúð þannig að þú getur farið með bæði tjöruhreinsir og háþrýstidæluna á hann án þess að hafa áhyggjur. Sama má segja um öll útiskilti (með og án líms á baki). Ef þú ert með einhverjar hugmyndir vertu þá endilega í sambandi við okkur. Vekjum sérstaka athygli á að prentgæði og litir hjá okkur eru sérstaklega góð og efnin mjög vönduð. Vegna mikilla anna í prentun á ljósmyndum verður ekki boðið upp á þessa þjónustu eftir 1. jan 2024. 

Um okkur

Við hjá ljósmyndaprentun erum vel tækjum búin og höfum á að skarta einum fullkomnasta prentara sem völ er á í heiminum í dag. Ljósmyndaprentun býður upp á prentun ljósmynda, auglýsingaplakata, skilta og bílamerkinga, eftirprentana á listaverkum og fleira, allt frá litlum myndum upp í risastórar útprentanir í metrum talið.

Við búum yfir góðri reynslu í að vinna myndir fyrir bæði áhugaljósmyndara og fagljósmyndara, auglýsingastofur og verktaka. Við búum einnig yfir þekkingu og reynslu í litgreiningu mynda og auglýsinga.
Prentarar sem við höfum yfir að ráða eru frá HP, Epson og Canon og eru þeir eru ýmist 4, 10 eða 12 lita. Rollsinn í flotanum er 12 lita Canon 6100 Pro prentari og með honum náum við að skila bestu gæðum sem völ er á.
Við leggjum mikinn metnað í val á pappír, filmum og vinyl. Ljósmyndapappír er mjög misjafn að gæðum og getur munað meir en helming á líftíma mynda upp á vegg eftir vali á pappír (það er ekki nóg að blekið sé gott). Allur pappír sem við notum fyrir ljósmyndir sem fara upp á vegg er ISO vottaður fyrir langa endingu (ISO9706 / Fogra 28800, museum quality for highest age resistance). Þetta skiptir gríðarlega miklu máli, ekki síst ef selja á myndir. Pappírinn sem við notum mestmegnis kemur frá Hahnemühle og Canson. Það er þekkt staðreynd að myndir sem prentaðar eru á gæðaefni eru mun áferðarfallegri með dýpri litum. Einnig er í boði ódýrari pappír fyrir það sem ekkert má kosta, eins og tímabundin auglýsinga- og tilboðsplaköt í glugga og standa verslana. Plöstunarfilmur sem við notum á myndir eða auglýsingar sem eiga að standa úti, á t.d. bíla og þess háttar, eða auglýsingar á gólf eins og t.d. í íþróttahúsum, eru frá 3M og Avery Dennison. Filmurnar uppfylla alla þá staðla sem þurfa að vera til staðar þar sem við á. Það sem þarf að endast eins og t.d. ljósmyndir, þar er boðið upp á lökkun með sérstakri UV vörn frá Hahnemühle sem tryggir enn betri endingu.
Fyrsta "stóra" prentarann eignuðumst við árið 2002 en það var Epson Stylus Pro 7500 24" breiður.
Ljósmyndaprentun styður við bakið á þeim sem þurfa mikið magn eins og fyrir sýningar og fleira.

Senda okkur póst eða skjal